Páll Óskar trúlofaður og ver fyrstu jólunum með ástinni

Páll Óskar Hjálmtýsson er trúlofaður.
Páll Óskar Hjálmtýsson er trúlofaður.

Páll Óskar Hjálmtýsson, poppstjarna og pitsustaðareigandi, er búinn að trúlofa sig. Hinn heppni er frá Venesúela og greindi Páll Óskar frá því á tónleikum um helgina að hann hlakkaði til jólanna. Því hann og ástin myndu verja jólunum saman sem væru þeirra fyrstu jól saman en á sömu tónleikum sagði hann frá því að þeir væru nú trúlofaðir. 

Páll Óskar sagði frá því í viðtali á K100 að hann væri yfir sig ástfanginn. 

„Þá varð ég skotinn og þá fór allt í gang. Ég var aftur mættur í stúdíóið bullandi ástfanginn og ég held að það heyrist. Ég allavega þori að veðja því,“ sagði Páll sem segir að ástin hafi í raun kveikt á sköpunargleðinni hjá sér. 

„Ég er að fá að læra fullt nýtt, svona á gamals aldri,“ sagði Páll og uppskar hlátur í stúdíóinu en hann er 53 ára gamall.

Það er nóg að gera hjá Páli Óskari þessa dagana en auk þess að skemmta landsmönnum opnaði hann pitsastað á dögunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Staðurinn heitir Pizza 107 og opnaði Páll Óskar staðinn ásamt Val­geiri Gunn­laugs­syni, fyrr­ver­andi eig­anda Íslensku flat­bök­unn­ar.

Smartland óskar Páli Óskari til hamingju með ráðahaginn! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál